Skapandi leiðsögn að hjarta Vestfjarða

Er það mögulegt? Bókin Áttaðu þig á Vestfjörðum og fylgifiskar hennar spruttu upp af draumi um að koma á skilgreindri gönguslóð með vistfræðilegu þema milli Ísafjarðar og Látrabjargs. 

 

Verkefnið hófst með námi og athugunum og þróaðist síðan áfram þegar við leiddum gangandi listasmiðjur um Vestfirði og stýrðum hópum sjálfboðaliða í náttúruverndarvinnu. Við byggjum á þeirri reynslu og leiðsögubókin er full af fróðleik um sögu, menningu og vistfræði svæðisins og í henni er fjallað um gönguleiðir jafnt fyrir byrjendur og lengra komna. Á þessum síðum deilum við skapandi nálgun sem veitir dýpra samband við ósnortna náttúruna sem þú gengur um  á Vestfjörðum.

 

Áttaðu þig á Vestfjörðum er skrifuð af Henry Fletcher og Jay Simpson. Bókin og fylgifiskar hennar mynda í sameiningu fyrstu leiðsögn af þessu tagi handa þeim sem hyggjast leggja land undir fót á Vestfjörðum.

Henry Fletcher Planting Trees
Ljósmyndari: Carmel Lousada

Henry Fletcher

Henry Fletcher leiðbeinir í gegnum skapandi tjáningu og frásagnir, hann er rithöfundur og leiðsögumaður um margs konar vistkerfi til lands og sjávar.

 

henryjf.xyz

Jay Simpson, the Photographer
Ljósmyndari: Carmel Lousada

Jay Simpson

Jay Simpson stafrænn sögumaður, mannfræðingur með áherslu á menningarlegan skilning og tengsl við villt dýralíf og land.

 

jaysimpson.us

Hópurinn okkar

Samstarf margra aðila víða um heim gerði okkur kleift að setja saman verkið Fangaðu Vestfirði á göngu

Bonnie Briant

Hönnun og famleiðsla bókarinnar

Jón Baldur Hlíðberg

Náttúrulífsteikningar

Herdís Magnea Hübner

Íslensk þýðing

Theo Best

Ritstjórn

Finney Rakel Árnadóttir

Rannsóknir

Daisy Goldie Morrison

Miðlun upplýsinga

Desirae Hill

Kynningaráætlun

Stuðningsaðilar verkefnisins

Við erum þakklátir stuðningsaðilum sem hafa aðstoðað okkur á margvíslegan hátt gegnum tíðina og gert okkur mögulegt að stýra vinnu við stígagerð og koma á gangandi listasmiðjum og náttúruverndarverkefnum á Vestfjörðum.

​Verkið​

Finndu þína eigin skapandi leið

Bókin Áttaðu þig á Vestfjörðum og fylgifiskar hennar auðvelda þér að upplifa hið villta hjarta Vestfjarða. 

​Verkið​

Finndu þína eigin skapandi leið

Bókin Áttaðu þig á Vestfjörðum og fylgifiskar hennar auðvelda þér að upplifa hið villta hjarta Vestfjarða. Skráðu þig til að fá upplýsingar um forsölu á þessu fyrsta verki sinnar tegundar.