Hjarta Vestfjarða

Hjarta Vestfjarða

Áttaðu þig á Vestfjörðum er fjársjóðskista full af skapandi hugmyndum um göngur sem hafa slípast og fágast gegnum árin við leiðsögn hópa í ævintýraferðum um svæðið.

 

Bókin er innbundin og í henni má finna skapandi skrif, myndlistarverk, ljósmyndir og hugleiðingar sem dýpka samband lesandans við Vestfirði. Ómissandi fyrir alla sem hyggja á ferð um Vestfirði.

'Í bókinni 'Áttaðu þig á Vestfjörðum' er því hagnýta listilega fléttað saman við töfrana. Hún er veisla fyrir augað og í henni leynist einnig mikill fróðleikur. Hún gefur vísbendingar um hvað það þýðir þegar staður nær taki á manni. Hún fékk mig til að blístra og fara að hugsa um að leggja land undir fót í norðurátt'
Dr. Martin Shaw
Author of Smoke Hole: Looking to the Wild in the Time of the Spyglass

Hvað felst í því að átta sig á Vestfjörðum?

Í því felst að við staðsetjum okkur í landslaginu, ákvörðum leiðina áfram og uppgötvum fjölda aðferða til að finna réttu leiðina fyrir okkur sjálf og jörðina í yfirfærðum skilningi. Þannig lærum við að ganga um óbyggðir, gista í tjöldum, hlaða vörður, planta trjám, baða okkur úr heitum laugum eða köldum, leita matar í náttúrunni, segja sögur, kynnast viðhöfnum og siðareglum og bregðast við því öllu á skapandi hátt. Hver aðferð vísar veg í átt að vistfræði hugans sem byggist á víðfeðmu landslagi Vestfjarða frá fjalli til fjöru.

 

Taktu bókinni og aðferðum hennar opnum örmum, hún mun færa þig nær landinu, sjónum og einnig félögum þínum mennskum sem ómennskum á meðan þú fetar þína leið.

Hvað felst í því að átta sig á Vestfjörðum?

Í því felst að við staðsetjum okkur í landslaginu, ákvörðum leiðina áfram og uppgötvum fjölda aðferða til að finna réttu leiðina fyrir okkur sjálf og jörðina í yfirfærðum skilningi. Þannig lærum við að ganga um óbyggðir, gista í tjöldum, hlaða vörður, planta trjám, baða okkur úr heitum laugum eða köldum, leita matar í náttúrunni, segja sögur, kynnast viðhöfnum og siðareglum og bregðast við því öllu á skapandi hátt. Hver aðferð vísar veg í átt að vistfræði hugans sem byggist á víðfeðmu landslagi Vestfjarða frá fjalli til fjöru.

 

Taktu bókinni og aðferðum hennar opnum örmum, hún mun færa þig nær landinu, sjónum og einnig félögum þínum mennskum sem ómennskum á meðan þú fetar þína leið.

1: Á brúninni

Látrabjarg — Einir — Slóðar — Egg — Lundi

2. Steinar

Rauðisandur—Vörður—Rjúpa—Selur—Munnmælasaga

3: Gjafir

Reykjafjarðardalur Plöntutínsla—Purpurahimna—Söl—Hvönn—Heitt og kalt vatn

4. Hrafnseyri

Lækning—Hrafn—Gróðursetning—Birki

5. Af hrossum, ærslum og Víkingum

Þingeyri—Klóelfting—Göngur—Equus—Kari—Þegar við vorum víkingar

6: Ull

Ingjaldssandur—Kindur—Haförn—Álagablettir—Refur

7: Hafdjúpin

Önundarfjörður—Sjávarslóðir—Reki—Hvalir—Skata—Flæði

8: Aska

Skálavík — Svanur — Aska — Sýn — Fýll — Flæði

​Verkið

Finndu þína eigin skapandi leið

Bókin Áttaðu þig á Vestfjörðum og fylgifiskar hennar auðvelda þér að upplifa hið villta hjarta Vestfjarða. 

​Verkið

Finndu þína eigin skapandi leið

Bókin Áttaðu þig á Vestfjörðum og fylgifiskar hennar auðvelda þér að upplifa hið villta hjarta Vestfjarða.